Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Undirbúum betri tíð í viðskiptum

Mig langar til að hvetja fyrirtæki til að nota tímann núna í Covid og undirbúa sig fyrir betri tíð með því að vinna að markaðsmálum. Þegar byrjað verður að bólusetja mun lífið smá saman færast í eðlilegt horf og þá er gott að vera tilbúinn með ýmiskonar markaðsefni.

Í markaðfræðum er talað um að þau fyrirtæki sem auglýsa í niðursveiflu og passa að vera sýnileg með öðrum hætti munu standa upp úr þegar land rís á ný.

Ég sem hef unnið við markaðsmál og auglýsingagerð um áratuga skeið er sammála þessu og hef séð með eigin augum hvað kynningarmál skipta miklu máli. Ég er eigandi að auglýsingafyrirtækjunum grafika.is og motif.is auglýsingavörur.

Mér dettur til dæmis í hug ein saga. Einu sinni var ég að reyna að sannfæra fyrirtæki um að auglýsa sem ekki hafði gert mikið af því og taldi að með því væri verið að henda peningum út um gluggann. En staðan hjá fyrirtækinu var þannig þá að afar lítið var að gera. Þau voru staðsett í úthverfi og ekki mikil bílaumferð.

Ég taldi þau á að birta nokkrar heilsíður í dagblöðum og þau féllust á það með semingi. Daginn sem auglýsingin birtist sáu þau út um gluggann, bílalestina birtast og keyra til þeirra og þann dag var brjálað að gera. Þetta átti sér auðvitað ekki stað í samskonar ástandi og við erum í núna en sýnir mátt kynningarstarfseminnar.

Nú er það þannig að mörgum fyrirtækjum gengur bara bísna vel þrátt fyrir Covid en önnur sem byggja afkomu sína meira á ferðamönnum kannski síður. En ég vil bara hvetja fólk til að þrauka til vors. Útbúa kynningarefni í samvinnu við ykkar auglýsingafólk svo sem vefauglýsingar og bæklinga, laga heimasíðuna, kaupa auglýsingavörur til að gefa eða selja ferðamönnum, nota Facebook auglýsingar og fleira. Þá verðið þið tilbúin þegar allt lagast aftur.

Verum jákvæð og bjartsýn það borgar sig.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband